Skellur í Eyjum

Harpa Sólveig Brynjarsdóttir
Harpa Sólveig Brynjarsdóttir

Selfossstúlkur steinlágu fyrir ÍBV með 13 marka mun í Eyjum í dag. Leikurinn byrjaði vel og var aðeins tveggja marka munur þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en þá skoruðu Eyjastúlkur skoruðu þrjú mörk í röð og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 16-11. ÍBV leiddi seinni hálfleikinn að mestu með 4-7 marka mun. Þegar um 12 mínútur voru eftir af leiknum fékk Hulda Dís sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald, eftir það hrundi leikur liðsins og endaði leikurinn með 13 marka tapi, 34-21.

Harpa Sólveig Brynjarsdóttir var markahæst Selfyssinga með sex mörk, Kristrún Steinþórsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir skoruðu báðar 5 mörk. Hulda Dís Þrastardóttir var með 4 og Arna Kristín Einarsdóttir var með 1 mark.

Viviann Petersen var með 8 skot varin (22%) og Dröfn Sveinsdóttir með 1 varið skot (12%).

Selfoss er áfram í 6.sæti með 5 stig eftir 10 umferðir. Næsti leikur hjá stelpunum er útileikur gegn Fram á þriðjudaginn næstkomandi.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________

Mynd: Harpa Brynjarsdóttir var markahæst í dag með 6 mörk.

Jóhannes Á. Eiríksson.