Stefán Árnason þjálfari meistaraflokks karla

Handbolti Þjálfari mfl. kk 003
Handbolti Þjálfari mfl. kk 003

Handknattleiksdeild Selfoss hefur ráðið Stefán Árnason sem þjálfara meistaraflokks karla í handknattleik.

Stefán er Selfyssingum að góðu kunnur, hann þjálfaði hér á árunum 2009-2013 áður en hann fór til Vestmannaeyja þar sem hann þjálfaði í tvö ár.

Á Selfossi hefur Stefán náð sínum besta árangri, lið undir hans stjórn hafa unnið fjóra Íslandsmeistartitla og tvo bikarmeistaratitla, auk þess sem hann vann Partille Cup með liði Selfoss.

Stefán er að fara að þjálfa meistaraflokk í fyrsta sinn. Stjórn handknattleiksdeildar hefur mikla trú á Stefáni enda þekktur fyrir mikla ástríðu sem og yfirgripsmikla þekkingu á íþróttinni og verður hann kærkomin viðbót í öflugt þjálfarateymi Selfoss.

Á vef Sunnlenska.is má finna ítarlegra viðtal við Stefán.

---

Á myndinni með Stefáni eru Tinna Soffía Traustadóttir og Magnús Matthíasson, stjórnarmenn handknattleiksdeildar.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson