Stórleikur á Selfoss í kvöld!

Það verður sannkallaður stórleikur á Selfoss í kvöld er 2.flokkur mætir FH. Hefst leikurinn kl 19.00 í Vallaskóla og hvetur síðuritari sem og heimasíðan alla til að mæta og styðja strákana til sigurs. Leikurinn er liður í bikarkeppni HSÍ og er um að ræða undanúrslit. Liðið sem vinnur í kvöld fer í sjálfan úrslitaleikinn.

Áfram Selfoss!