Stórt tap gegn Fjölni

Handbolti - Kristrún Steinþórsdóttir
Handbolti - Kristrún Steinþórsdóttir

Selfoss tók á móti Fjölnisstúlkum í Olísdeild kvenna fyrr í kvöld. Fyrirfram var búist við spennandi leik en það varð aldrei raunin. Fjölnisstelpur byrjuðu gríðarlega vel og voru 8 mörkum yfir í hálfleik, 8-16. Þær héldu síðan áfram í seinni hálfleik og uppskáru 11 marka sigur, 25-36.

Kristrún Steinþórsdóttir var markahæst með 9 mörk og Arna Kristín Einarsdóttir með 5, Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 4, Harpa Brynjarsdóttir 3 (þar af 2 víti) og þær Elva Rún Óskarsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir skoruðu 2 mörk hvor.

Viviann Petersen varði 3 skot og var með 14% markvörslu og Þórdís Erla Gunnarsdóttir varði 2 skot og var með 10% markvörslu.

Selfoss tapaði gríðarlega mikilvægum stigum en Selfoss er nú í 6. sæti deildarinnar með 5 stig og Fjölnir kemur þar á eftir með 4 stig.

Meira um leikinn á Sunnlenska.is. Leikskýrslu má sjá hér.


Mynd: Kristrún var markahæst í kvöld með 9 mörk.
Jóhannes Eiríksson