Sunnlendingar afgreiddu Hvít-Rússa

Knattspyrna Dagný gegn Hvíta-Rússlandi (1)
Knattspyrna Dagný gegn Hvíta-Rússlandi (1)

Ísland sigraði Hvíta-Rússland 2-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM á fimmtudagskvöld.

Það voru Sunnlendingarnir Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður Selfoss, og Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Avaldsnes í Noregi, sem skoruðu mörk Íslands í leiknum. Hólmfríður skoraði fyrra markið á 30. mínútu og Dagný skoraði með glæsilegum skalla á 73. mínútu.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is þar sem finna má viðtal við Dagnýju og Hólmfríði.

Næstu leikir liðsins eru á útivelli í október gegn Makedóníu og Slóveníu.

---

Dagný með boltann í leiknum.
Ljósmynd: Myndasafn KSÍ