Svekkjandi tap gegn Stjörnunni

Olísdeildin
Olísdeildin

Stelpurnar okkar lutu í gólf í hörkuleik gegn Stjörnunni í Olís-deildinni á laugardag.

Selfoss byrjaði leikinn af krafti en smá saman náði Stjarnan yfirhöndinni og leiddi í hálfleik 17-13. Selfyssingar sóttu að Stjörnunni allan seinni hálfleik og tókst að jafna 28-28 en að lokum hafði Stjarnan sigur 30-29.

Hrafnhildur Hanna var markahæst með 10 mörk en þær Elena og Carmen skoruðu 5 mörk. Kristrún og Adina skoruðu 4 mörk og Hulda Dís 1 mark.

Selfoss situr áfram í 7. sæti deildarinnar með 12 stig. Næsti leikur liðsins er á heimavelli gegn HK á morgun, þriðjudag kl. 19:30 en liðið sækir FH heim á föstudag kl. 20:00 í seinasta leik ársins í Olís-deildinni.