Tap gegn botnliðinu

Guðjón Baldur Ómarsson
Guðjón Baldur Ómarsson

Selfoss fékk vænan skell gegn botnliði Akureyrar í dag þegar norðanmenn komu og sigruðu Selfyssinga með 6 mörkum, 28-34.

Akureyringar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótlega góðu forskoti á Selfyssinga sem áttu engin svör. Selfoss fór inn í hálfleikinn sex mörkum undir, 13-19.

Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn sæmilega og náðu þeir að minnka muninn í tvö mörk, 19-21 eftir um 40. mínútna leik. Ekki náði það lengra og Akureyringar sigldu aftur fram úr Selfyssingum og unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur urðu 28-34.

Með tapinu missti Selfoss toppsætið í hendur Hauka og Valur getur einnig komist á toppinn í kvöld með sigri á Gróttu í kvöld.

Mörk Selfoss: Guðjón Baldur Ómarsson 5, Einar Sverrisson 5(2), Árni Steinn Steinþórsson 4, Elvar Örn Jónsson 4(2), Hergeir Grímsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Haukur Þrastarson 3, Hannes Höskuldsson 1.

Varin skot: Pawel Kiepulski 8 (34%) og Sölvi Ólafsson 4 (17%).

Nánar er fjallað um leikinn á Vísir.isMbl.is og Sunnlenska.is. Leikskýrslu má sjá hér. 

Nú er að ganga í garð um sex vikna jólafrí og næsti leikur ekki fyrr en í byrjun febrúar gegn Aftureldingu.
____________________________________

Mynd: Guðjón Baldur átti fínan leik í dag og skoraði 5 mörk.

Umf. Selfoss / JÁE