Tap gegn Fram í Safamýrinni

Handbolti - Kristrún Steinþórsdóttir
Handbolti - Kristrún Steinþórsdóttir

Selfossstúlkur töpuðu fyrir Fram í kvöld, 28:20. Selfoss leiddi lengst af í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik var 12:13 Selfyssingum í vil. Fram byrjaði að krafti í seinni hálfleik og komust fljótt í fjögurra marka forystu, Selfyssingar náðu aldrei að vinna upp það forskot og endaði leikurinn 28:20.

Kristrún Steinþórsdóttir var markahæst með 6 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir með 5 mörk og Ída Bjarklind Magnúsdóttir með 3. Elva Rún Óskarsdóttir var með 2 mörk og þær Harpa Sólveig Brynjarsdóttir, Arna Kristín Einarsdóttir, Agnes Sigurðardóttir og Hulda Dís Þrastardóttir voru allar með 1 mark hvor.

Viviann Petersen var með 9 skot varin í marki Selfoss (25%).

Selfoss er áfram í 6.sæti með 5 stig. Um helgina fer fram tvíhöfði, nánar tiltekið á sunnudaginn, þar sem stelpurnar mæta Haukum kl 18 og strákarnir mæta Fram kl 20.

Nánar er fjallað um leikinn á Mbl.is og Vísir.isLeikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________

Mynd: Kristrún Steinþórsdóttir var markahæst í kvöld með 6 mörk

Jóhannes Á. Eiríksson.