Tap í toppslag

Handbolti Birkir og Jón Birgir
Handbolti Birkir og Jón Birgir

Selfyssingar mættu Fjölni öðru sinni á fjórum dögum þegar þeir tóku á móti liðinu á Selfossi í 11. umferð 1. deildarinnar á föstudag. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur líkt og allar viðureignir þessara félaga síðustu tvö tímabil.

Í fyrri hálfleik skiptust liðin á forystunni. Heimamenn komust í 11-8 en mönnum fleiri á vellinum tókst Fjölnismönnum að jafna fyrir hálfleik 12-12. Það var jafnt á flestum tölum fram í miðjan seinni hálfleik þegar staðan var 19-19 en þá náðu gestirnir forystu sem þeir létu ekki af hendi það sem eftir lifði leiks þrátt fyrir hetjulega baráttu okkar pilta. Lokatölur urðu 26-28.

Markaskorun: Teitur Örn 6 mörk, Hergeir, Elvar Örn og Andri Már 5, Alexander 2 og Guðjón, Árni Geir og Eyvindur Hrannar 1 mark hver. Birkir Fannar átti góðan leik og varði 17 skot.

Eftir leikinn eru liðin jöfn með 16 stig í 2.-3. sæti deildarinnar. Næsti leikur hjá strákunum er gegn HK í Digranesi föstudaginn 11. desember klukkan 19:30.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is og myndir úr leiknum eru á vefnum FimmEinn.is.

---

Birkir Fannar átti góðan leik í markinu og Jón Birgir Guðmundsson varaformaður deildarinnar og sjúkraþjálfari liðsins lét ekki sitt eða annarra eftir liggja á kústinum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE