Taplausar á Faxaflóamótinu – Án sigurs á Fótbolta.net mótinu

Katrín Ýr gegn Fylki vefur
Katrín Ýr gegn Fylki vefur

Stelpurnar í meistaraflokki eru búnar að reima á sig skóna í fyrsta móti vetrarins, Faxaflóamótinu. Í seinustu viku gerðu þær markalaust jafntefli við FH og unnu ÍA með tveimur mörkum frá Guðmundu Brynju Óladóttur og Katrínu Ýr Friðgeirsdóttur.

Næsti leikur hjá stelpunum er í Kórnum í kvöld kl. 20:15 þegar þær mæta Stjörnunni.

Strákarnir hafa á sama tíma leikið tvo leiki í Fótbolti.net mótinu. Þeir töpuðu fyrst stórt fyrir Grindavík 1-5 og gerðu svo markalaust jafntefli við Aftureldingu.

Lokaleikur strákanna er gegn HK í Kórnum þriðjudaginn 2. febrúar kl. 18:00.

---

Katrín Ýr var ekki lengi að stimpla sig inn í lið Selfoss eftir að hafa verið í barneignarleyfi á síðasta keppnistímabili.