Þakkir eftir krefjandi verkefni

Dragunas - Selfoss hópur
Dragunas - Selfoss hópur

Meistaraflokkur karla hefur nú lokið keppni í Evrópukeppni félagsliða eftir þrjú frábær einvígi, nú síðast gegn Azoty-Puławy.  Þetta er frækið afrek hjá strákunum en þeir voru hársbreidd frá því að komast í sjálfa riðlakeppnina.  Þetta var krefjandi en jafnframt skemmtilegt verkefni og gaf öllum dýrmæta reynslu, bæði leikmönnum, þjálfurum sem og aðstandendum liðsins. 

Við viljum þakka öllum þeim sem komu að þessu verkefni á einn eða annan hátt.  Stuðningsfólki sem mætti í Hleðsluhöllina og þeim sem fylgdu liðinu um Evrópu.  Við viljum þakka öllum þeim styrktar- og stuðningsaðilum sem gerðu þetta allt saman mögulegt.  Þetta var gríðarlega kostnaðarsamt verkefni og ekki hlaupið að því að geta staðið undir þátttöku í svona keppni.

Síðast en ekki síst viljum við þakka liðinu fyrir þá skemmtun sem það hefur veitt okkur Selfyssingum sem og öllu áhugafólki um handbolta.

Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss