Thelma Björk til liðs við Selfoss

Thelma Björk
Thelma Björk

Knattspyrnukonan Thelma Björk Einarsdóttir hefur gengið til liðs við Selfoss og leikur með liðinu í Pepsi deildinni á komandi keppnistímabili.

Thelma Björk er fædd árið 1990 og hefur spilað allan sinn feril hjá Val. Síðastliðið sumar sleit Thelma krossband en hún er óðum að jafna sig á meiðslunum og sér fram á að ná sínu allra besta formi á Selfossi í sumar. Thelma er annar leikmaðurinn sem kemur á Selfoss frá Val en áður hafði landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir skrifað undir samning hjá félaginu.

Thelma hefur spilað fyrir öll yngri landslið Íslands sem og A-landsliðið. Með Thelmu kemur mikil reynsla inn í ungt lið Selfoss en Thelma hefur unnið alla titla á Íslandi fyrir uppeldisfélag sitt og tekið þátt í Evrópukeppnum.

Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss segir Thelmu er frábæran leikmann og gríðarlega sterkan karakter. „Hún mun gefa okkur mikið með reynslu, gæðum og þekkingu á leiknum innan vallar sem utan jafnt í keppni sem á æfingum.“   sagði Gunnar Borgþórsson í spjalli.

Selfoss hefur misst marga góða leikmenn frá síðasta tímabili og því er kærkomið að fá eins flottan leikmann og karakter til félagsins.

Við óskum Thelmu Björk og Selfoss góðs gengis og til hamingju með samstarfið.