Þjálfararáðstefna – Skráningu lýkur á fimmtudag

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi á föstudag og laugardag. Þema ráðstefnunnar í ár er gleði, styrkur og afrek.

Fyrirlesarar eru Ingi Þór Einarsson kennari við HÍ, Reynar Kári Bjarnason frá Lífi og sál, Silja Úlfarsdóttir, einkaþjálfari og afrekskona í frjálsum íþróttum, Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara ÍBV og aðstoðarlandsliðsþjálfari í handbolta og Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu.

Sunnlenskir þjálfarar eru hvattir til að skrá sig á þessa skemmtilegu og fræðandi ráðstefnu. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Gissuri framkvæmdastjóra Umf. Selfoss á netfangið umfs@umfs.is eða í síma 894-5070. Skráningu lýkur fimmtudaginn 25. september.