Þrír Selfyssingar í U-19 karla

HSI
HSI

Þrír Selfyssingar eru í æfingarhóp u-19 ára landsliðs Einars Guðmundssonar og Sigursteins Arndal sem kemur saman til æfinga um páskana.

Leikmennirnir sem um ræðir eru vinstri hornamaðurinn Elvar Örn Jónsson, miðjumaðurinn Hergeir Grímsson og hægri hornamaðurinn Guðjón Ágústsson.

Æfingarnar verða í Kaplakrika föstudaginn 3. apríl kl. 10:00-11:30 og 14:00-15:30 og laugardaginn 4. apríl kl. 10:00-11:30 og 14:00-15:30.