Þrír Selfyssingar keppa í París

Taekwondo Dagný María, Kristín Björg og Ingibjörg Erla
Taekwondo Dagný María, Kristín Björg og Ingibjörg Erla

Það er skammt stórra högga á milli hjá okkar fólki. Um helgina munu Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Kristín Björg Hrólfsdóttir og Dagný María Pétursdóttir keppa á Paris open sem er svokallað G-klassa mót þ.e. telur til stiga á heimslistanum.

Þá er Gunnar Snorri Svanþórsson á leið til Finnlands a Nurtzi Open sem haldið er um helgina.

Í lok október keppti Dagný María á Evrópumótinu í taekwondo. Mótið var mjög sterkt og fengu Norðurlandaþjóðirnar einungis ein verðlaun þrátt fyrir mikinn fjölda keppenda.

Dagný María lenti í 9. til 16. sæti sem er mjög góður árangur á hennar fyrsta stórmóti þar sem keppendur voru 34 í hennar flokki. Að sögn Gunnars Bratli, þjálfara Tveita í Noregi, stóð hún sig mjög vel á mótinu og barðist mjög vel.

Stjórn og þjálfarar senda góða strauma með þessum frábæru keppendum.