Þrjú gull og eitt silfur á Vormóti ÍR

10646780_836984613002671_4470499776029093984_n
10646780_836984613002671_4470499776029093984_n

Vormót ÍR var haldið á Laugardalsvelli í rigningu og roki þann 8. júní sl. Þær Fjóla Signý Hannesdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir létu það ekki á sig fá heldur mættu galvaskar og uppskáru gott mót.

Fjóla Signý sigraði í þremur greinum, 100 m grindahlaupi á オンライン ブラックジャック tímanum 16,86 sekúndum í miklum mótvindi, 400 m grindahlaupi á tímanum 67,53 sekúndum og að lokum náði hún að stökkva yfir 1,66 m í hástökki þrátt fyrir að hafa ekki keppt í hástökki um langan tíma.

Thelma Björk Einarsdóttir hjó nærri  34 ára gömlu Selfossmeti Elínar Gunnarsdóttur (37,28 m) er hún kastaði kringlunni 36,73 m, bætti sig um tæpa tvo metra og hafnaði í öðru sæti.

Frábær byrjun á sumrinu hjá þessum öflugu íþróttakonum.