Tíundi hver landsliðsmaður frá Selfossi

Handboltaskóli mynd
Handboltaskóli mynd

Undanfarin ár hefur farið fram metnaðarfullt yngri flokka starf hjá handboltanum á Selfossi. Í stuttri samantekt sem Gunnar Gunnarsson þjálfari meistaraflokks karla tók saman kemur fram að það er einungis Fram sem er með fleiri leikmenn en Selfoss í yngri landsliðum HSÍ sem valin voru í október.

Hvorki fleiri né færri en 15 leikmenn frá Selfossi voru valdir í landsliðin eða rúmlega 10% allra landsliðsmanna yngri landsliðanna. Auk þess má telja fleiri fyrrum leikmenn Selfoss með eins og Janus Daða, Sölva, Árna Stein og Kristrúnu.

Þetta er mikil viðurkenning fyrir öflugt starf handknattleiksdeildarinnar á Selfossi og innspýting í starfið að eiga svo marga landsliðsmenn innan okkar raða.

Skoða samantekt Gunnars

Eftirtaldir leikmenn eru landsliðsmenn Selfoss:

U-20 ára: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir.
U-18 ára: Dagmar Öder Einarsdóttir, Elena Birgisdóttir, Hulda Dís Þrastardóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir.
U-16 ára: Karen María Magnúsdóttir.

U-20 ára: Daníel Arnar Róbertsson og Sverrir Pálsson.
U-18 ára: Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson, Ómar Ingi Magnússon og Sævar Ingi Eiðsson.
U-16 ára: Aron Óli Lúðvíksson og Teitur Einarsson.