Tólf keppendur af fimmtán unnu til verðlauna á Bikarmóti TKÍ um liðna helgi

TKÍ_logo
TKÍ_logo

Fimm keppendur mættu til leiks á laugardeginum og er skemmst frá því að segja að þeir komust allir á verðlaunapall í sparring!!

Patrekur Máni Jónsson vann silfur í sínum flokki, Viðar Gauti Jónsson vann einnig silfur í sínum flokki. Guðmundur Örn Júlíusson keppti um bronsið og vann og einnig Magnús Ari Melsted og Sigurður Hjaltason.

Á sunnudeginum kepptu 12 ára og eldri og var Taekwondodeild Selfoss með tíu keppendur.

Hekla Þöll Stefánsdóttir vann til gullverðlauna í poomsae (formi). Dagný María Pétursdóttir vann gull í sparring í sínum flokki 8-3. Jóhannes Erlingsson gersigraði andstæðing sinn 12-3 og vann gullið. Sölvi Jökulsson var færður upp um þyngdarflokka þar sem keppendurnir í hans flokki mættu ekki. Hann gerði sér lítið fyrir og vann sína andstæðinga  37-4 og 5-0. Sigurður G. Christensen vann til silfurverðlauna , Halldór Gunnar Þorsteinsson nældi sér í  brons og Sigurjón Bergur Eiríksson vann bronsverðlaun eftir gríðarlega spennandi bardaga.

Stjórn og þjálfarar þakkar öllum keppendum og sjálfboðaliðum fyrir frábært mót.