Tvö stig á Nesinu

Árni Steinn Steinn
Árni Steinn Steinn

Selfoss vann eins marks sigur á Gróttu í Olísdeildinni á miðvikudagskvöldið s.l. 23-24. 

Selfyssingar byrjuðu betur og voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik. Forskotið varð mest fimm mörk en staðan í hálfleik var 10-14. Seinni hálfleikurinn fór heldur illa af stað og skoruðu Gróttumenn þrjú fyrstu mörkin og voru búnir að jafna leikinn eftir rúmar 10 mínútur, 17-17.  Eftir það var leikurinn í járnum og það var ekki fyrr en í blálokin að Selfoss náði að tryggja sér sigur með þremur mörkum í röð. Grótta náði að minnka muninn niður í eitt mark en lengra komust þeir ekki og lokatölur 23-24.

Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 6, Árni Steinn Steinþórsson 6/1, Einar Sverrisson 5/1, Atli Ævar Ingólfsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Hannes Höskuldsson 1, Hergeir Grímsson 1.

Varin skot: Sölvi Ólafsson 6 (38%) og Pawel Kiepulski 5/1 (25%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Vísir.is  og Mbl.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Næsti leikur er gegn Stjörnunni á sunnudaginn, hér heima í Hleðsluhöllinni,
____________________________________

Mynd: Árni Steinn var markahæstur ásamt Elvari með 6 mörk.

Umf. Selfoss / IH