Tvö stig í eyjum

handbolti-gudni-ingvarsson-1
handbolti-gudni-ingvarsson-1

Selfoss gerði góða ferð til eyja og tók tvö stig gegn ÍBV í hörkuleik, 25-27.

Útlitið var ekki gott framan af, en eyjamenn leiddu nánast allan leikinn með markmann sinn, Kolbein Aron, fremstan í flokki. Staðan í hálfleik var 15-12 ÍBV í vil. Áfram leiddi ÍBV leikinn þar til Selfoss jafnaði leikinn á 55.mínútu. Selfyssingar landaði síðan tveggja marka sigri eftir æsispennandi lokamínútur, 25-27.

Selfoss er nú í 1.-3. sæti deildarinnar ásamt Val og FH, með 7 stig eftir 4 umferðir.

Mörk Selfoss: Guðni Ingvarsson 10, Haukur Þrastarson 7, Einar Sverrisson 6(4), Hergeir Grímsson 2, Elvar Örn Jónsson 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1.

Varin skot: Pawel Kiepulski 12 (33%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Það er þétt dagskrá hjá báðum liðum en næsti leikur hjá meistaraflokki karla er gegn RD Ribnica í Evrópukeppni félagsliða hér heima á laugardaginn kl 18:00. Næsti leikur í Olísdeildinni er gegn Val, einnig í Hleðsluhöllinni, miðvikudaginn 17.október kl 19:30. Stelpurnar eiga hins vegar leik á föstudaginn gegn KA/Þór í Hleðsluhöllinni kl. 19:00. Við treystum á ykkur til að mæta og styðja við bæði strákanna og stelpurnar okkar.
____________________________________

Mynd: Guðni Ingvarsson var markahæstur með 10 mörk i kvöld.

Umf. Selfoss / JÁE