Umfjöllun um 3. flokk

Handknattleikur 3. flokkur kk. 2013-2014
Handknattleikur 3. flokkur kk. 2013-2014

Þeir sem fylgjast með handbolta á Selfossi hafa veitt athygli góðum árangri strákanna í 3. flokki.

Þeir spila í 1. deild í Íslandsmótinu og eru í efsta sæti deildarinnar þegar þetta er skrifað, hafa einungis tapað einum leik eftir fjórtán umferðir.

Auk þess eru þeir komnir í úrslit í bikarkeppni HSÍ. Þar lögðu þeir fyrst KA auðveldlega í Vallaskóla 42:18, síðan HK með einu marki 34:35 á útivelli  og loks Hauka 19:21 á útivelli. Þeir mæta Fram í úrslitaleik bikarkeppninnar og fer leikurinn fram í Laugardalshöllinni á morgun sunnudaginn 2. mars kl. 18:00.

Nánari umfjöllun um strákana má finna á vef DFS.is.