Unglingamót HSK

Unglingamót HSK 2012
Unglingamót HSK 2012

Unglingamót HSK í sundi fer fram í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 17. nóvember. Upphitun hefst kl. 9:15 og mót kl. 10:00.

Keppnisflokkar eru eftirfarandi:
Hnátur og hnokkar eru 10 ára og yngri (2003 og yngri).
Sveinar og meyjar eru 11-12 ára (2001 - 2002).
Telpur og drengir eru 13-14 ára (1999 -2000).

Hver keppandi má synda þrjár greinar til stiga og verðlauna. Í hnokka- og hnátugreinum fá allir keppendur þáttökuverðlaun. Skráningargjöld eru 300 kr. á hverja grein og verða rukkuð af skrifstofu HSK eftir mót. Skráningar skulu berast til skrifstofu HSK á netfangið hsk@hsk.is eigi síðar en um  miðnætti sunnudagskvöldið 10. nóvember nk.

Bikar er veittur stigahæsta félagi og þeim sundmanni sem bætir sig mest miðað við úrslit síðasta móts. Hvert félag er vinsamlegast beðið að útvega 3-4 starfsmenn á mótið.  Upplýsingar um keppnisgreinar má sjá á www.hsk.is.