Upphitun fyrir Selfoss - Fram N1-deild kvenna

umfs-fram
umfs-fram

Á laugardaginn leikur Selfoss lokaleik sinn í N1-deild kvenna gegn Fram klukkan 13:30. Fram vann fyrri leik liðana nokkuð örugglega 33-14 og staðan í hálfleik var 16-5.

Fram liðið er gífurlega vel mannað og má sjá það á síðasta A-landsliðs hóp þar sem Fram á 6 leikmenn í liðinu. Þær komast hvorki ofar né neðar í deildinni þar sem Valur hefur þegar tryggt sér deildartitilinn. Þannig það er líklegt að Fram sé aðeins byrjað að hugsa um úrslitakeppnina sem hefst að lokinni deildinni. Hinsvegar með svona vel mannað og reynt lið þá er það ólíklegt. Fram hefur einungis tapað 2 leikjum af 19 í deildinni og unnið rest, eina liðið til að vinna Fram er Valur. Stella Sigurðardóttir heldur áfram að fara fyrir Fram liðinu og hefur skorað 112 mörk í 19 leikjum. Næst kemur Elísabet Gunnarsdóttir með 95 mörk í 18 leikjum. Birna Berg Haraldsdóttir er öflug í hægri skyttunni og hefur skorað 77 mörk í 19 leikjum. Markverðir liðsins eru svo Guðrún Bjartmarz og Hildur Gunnarsdóttir.

Gengi Fram á tímabilinu: S-S-S-S-S-S-S-S-S-S-T-S-S-S-T-S-S-S-S

Selfoss liðið á enga möguleika á að komast ofar og eru reyndar einungis einu sæti frá sæti í úrslitakeppninni. Liðið var þó fyrir gífurlega áfalli á dögunum þegar Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir handabrotnaði og verður frá næstu vikunar. Því nokkuð augljóst að hún leikur ekki á laugardaginn. Þá er gott tækifæri fyrir aðra leikmenn að stíga upp og sanna sig. Vonandi að stelpurnar standi sig vel í síðasta leik tímabilsins og klára tímabilið með sæmd. Liðið getur þó verið stolt af árangri tímabilsins, stelpurnar enda efstar af nýliðunum, flottur bikarleikur gegn Val. Framtíðin er því björt í kvennaboltanum á Selfossi. En að leiknum Carmen Palamariu hefur skorað 74 mörk í 17 leikjum. Næst kemur Kristrún Steinþórsdóttir með 58 mörk í 18 leikjum. Tinna Soffía Traustadóttir er öflug á línunni og í vörn hefur skorað 49 mörk 19 leikjum. Það er svo Þuríður Guðjónsdóttir sem hefur komið mest á óvart í vetur og skorað 43 mörk í 17 leikjum. Stúlkan því góður kandídat í besti ungi leikmaðurinn í N1-deild kvenna. Markverðir liðsins verða svo eins og fyrri daginn Áslaug Ýr Bragadóttir og Ásdís Björg Ingvarsdóttir. Áslaug hefur leikið vel í vetur og verið mikilvæg Selfoss liðinu. Það voru því ákveðin vonbrigði að sjá hana ekki í u-25 ára landsliðinu sem var valið á dögunum.

Gengi Selfoss á tímabilinu:S-T-T-T-T-S-T-T-T-T-T-S-T-T-T-S-T-T

Núna er kjörið tækifæri að styðja stelpunnar og kveðja þær í bili. Getum þó fagnað því að þær munu leika í deild þeirra bestu að ári. Þó var reyndar ekkert lið að fara falla. 

Áfram Selfoss !!

N1 deild kvenna 2013
Meistaraflokkur
Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 19 18 0 1 623:398 225 36
2. Fram 19 17 0 2 581:378 203 34
3. ÍBV 19 14 1 4 513:415 98 29
4. Stjarnan 19 12 0 7 523:459 64 24
5. HK 19 11 1 7 478:471 7 23
6. FH 19 11 0 8 470:473 -3 22
7. Grótta 19 8 1 10 445:445 0 17
8. Haukar 19 5 0 14 432:504 -72 10
9. Selfoss 19 4 0 15 405:502 -97 8
10. Afturelding 20 2 1 17 374:568 -194 5
11. Fylkir 19 1 0 18 336:567 -231 2