Upphitun fyrir Selfoss - Grótta

Algjör úrslitaleikur fer fram á föstudaginn 15. mars þegar Selfoss fær Gróttu í heimsókn klukkan 19:30. Bæði lið eru í harðri baráttu um 4 sætið og síðasta umspilsætið. Selfoss vann fyrri leik liðana á nesinu 24-25 og Grótta hefndi svo fyrir það tap á Selfossi með 29-31 sigri. Það er því von á jöfnum og góðum leik á föstudaginn.

Grótta fór hægt af stað í deildinni en hefur á undanförnum vikum verið að ná í góð úrslit. Liðið vann til dæmis sigur á Víking í síðustu umferð. Liðið er ungt og að mestu leiti byggt upp af uppöldum strákum. Markahæstur í liði Gróttu er Kristján Orri Jóhannsson með 81 mörk í 19 leikjum. Næstur kemur Þráinn Orri Jónsson með 62 mörk í 18 leikjum. Þriðji markahæstur er svo Júlíus Þórir Stefánsson með 61 mörk í 19 leikjum. Markverðir liðsins eru svo Ingvar Kristinn Guðmundsson og  Lárus Gunnarsson.

Gengi Gróttu á tímabilinu: T-T-T-S-S-T-S-S-T-S-T-S-T-S-S-S-S-T-S

Selfoss hefur verið að ná í sigrana undanfarið, en liðið hefur sigrað síðustu 3 leiki liðsins. Það verður þó miklu erfiðara verkefni á föstudaginn. Grótta fór illa með okkur hér á heimavelli og má það ekki endurtaka sig. Ef liðið spilar hörku vörn og fær markvörsluna frá Helga þá fer liðið langt með að sigra. Hinsvegar er kominn tími til að fara byrja leikinn. Í undanförnum leikjum hefur það tekið sirka 10 mínútur að byrja spila okkar bolta. Einar Sverrsson heldur áfram að fara fyrir Selfoss í markaskorun, en hann hefur 123 mörk eftir 19 leiki. Hann á hinsvegar 9 mörk í Nemanja Malovic sem hefur skorað 131 mörk í 18 leikjum og á leik til góða. Matthías Örn Halldórsson steig vel upp í síðasta leik, en hann hefur skorað 79 mörk í 19 leikjum. Einar Pétur Pétursson átti líka góðan leik þá og hefur núna skorað 72 mörk í 19 leikjum. Það mun svo mikið mæða á Herði Mássyni í hægri skyttunni, en drengurinn hefur skorað 50 mörk í 12 leikjum. Það er því miður ljóst að Magnús Már Magnússon er meiddur á rist og óljóst hversu lengi hann verður frá. Markverðir liðsins verða svo Helgi Hlynsson og Hermann Guðmundsson.

 S-S-T-S-S-S-T-T-S-T-T-S-S-T-J-T-S-S-S

Núna verða hinir fjölmörgu áhorfendur sem mættu á undanúrslitaleikinn í bikar að fjölmenna í Vallaskóla. Með ykkar stuðningi eins og í þeim leik þá fer það langleiðina með að tryggja sigur. Liðið ætlar sér þetta síðasta umspilsæti og möguleikann á sæti í N1-deildinni á næsta ári.

Áfram Selfoss !!

1.deild karla 2013
Meistaraflokkur
Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. ÍBV 18 14 3 1 569:403 166 31
2. Víkingur 19 14 1 4 514:418 96 29
3. Stjarnan 18 12 3 3 526:414 112 27
4. Selfoss 19 11 1 7 510:455 55 23
5. Grótta 19 11 0 8 516:489 27 22
6. Þróttur 19 4 0 15 442:566 -124 8
7. Fjölnir 19 3 1 15 416:564 -148 7
8. Fylkir 19 1 1 17 415:599 -184 3