Úrslit í öðru Grýlupottahlaupinu 2014

Grýlupottahlaup 2014 2 af 6
Grýlupottahlaup 2014 2 af 6

Annað Grýlupottahlaup ársins 2014 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 3. maí. Þátttakendur að þessu sinni voru 110 talsins, heldur færri en í fyrsta hlaupinu. Veður var milt meðan á hlaupinu stóð en nokkur rigning.

Hlaupaleiðinni var breytt örlítið frá fyrra ári en vegalengdin er sú sama, rúmir 850 metrar.

Úrslit úr hlaupum ársins má finna á fréttavefnum Sunnlenska.is með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.

2. Grýlupottahlaup 2014

1. Grýlupottahlaup 2014

Þriðja hlaup ársins fer fram nk. laugardag 10. maí. Skráning hefst kl. 10:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.

Allir sem lokið hafa fjórum hlaupum fá viðurkenningu og verður verðlaunaafhending laugardaginn 7. júní kl. 11:00 við Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss.

---

Sigurbjörg Hróbjartsdóttir geysist í mark á laugardag.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur