Úrslit í Selfossmeistaramóti í sundi 2013

Besta afrek
Besta afrek

Selfossmeistaramótið í sundi fór fram sunnudaginn 10. mars.  Alls voru keppendurnir 71 frá Sunddeild Umf. Selfoss, Hamri í Hveragerði og Ungmennafélagi Grindavíkur, stungur í laugina voru alls 201.

45 krakkar, 10 ára og yngri tóku þátt í mótinu, þau yngstu 6 ára en öll fengu þau þátttökuverðlaun.

Úrslit mótsins eru komin á úrslitasíðu sunddeildar en besta afrek mótsins vann Þórir Gauti Pálsson, sem hlaut 540 FINA-stig fyrir 100 m skriðsund á tímanum 1:01,59.

Á Selfossmeistaramótinu eru veitt bikarverðlaun fyrir flest samanlögð FINA stig í aldursflokkum. Ólöf Eir Hoffritz hlaut bikarinn í flokki kvenna (17 ára og eldri), Eydís Líf Þórisdóttir hlaut stúlknabikarinn (15-16 ára), Þórir Gauti Pálsson hlaut piltabikarinn (15-16 ára),  Eydís Birta Þrastardóttir hlaut telpnabikarinn (13-14 ára), Benedikt Nökkvi Sigfússon hlaut sveinabikarinn (11-12 ára) og í flokka meyja hlaut Ásrún Ýr Jóhannsdóttir meyjabikarinn (11-12 ára).

Sunddeildin vill koma á framfæri þökkum til allra keppenda, foreldra, þjálfara og starfsmanna mótsins og ekki síst starfsmönnum Sundhallar Selfoss sem lögðu sig fram um að gera mótið mögulegt.