Úrtaksæfingar drengja

HSI_Logo
HSI_Logo

Selfyssingar eiga fimm fulltrúa í úrtakshópi drengja sem fæddir eru árið 2000. Í hóp 1 eru Anton Breki Viktorsson, Guðjón Baldur Ómarsson og Haukur Þrastarson. Í hóp 2 eru Leó Snær Róbertsson og Matthías Bjarnason.

Dagana 17.-19. janúar stendur Handknattleikssambandið fyrir æfingum fyrir drengi sem eru fæddir árið 2000. Þessar æfingar eru fyrri hluti af úrtaksæfingum sem ákveðið var að halda fyrir þennan efnilega árgang. Valinn verður nýr hópur fyrir seinni hlutann sem verður í apríl.

Markmiðið er að skoða sem flesta leikmenn á þessu úrtaksæfingum og eru hóparnir valdir í samráði við þjálfara félaganna. Búið er að velja þá drengi sem munu taka þátt í þessum hluta og skipta þeim niður í tvo hópa. Þjálfari er Heimir Ríkharðsson.