Úti í Eyjum er bikarævintýri

Borgunarbikarinn
Borgunarbikarinn

Bikarævintýri stelpnanna okkar er úti þetta árið eftir stórtap gegn ÍBV, 5-0 á útivelli, í fjórðungsúrslitum í gær. ÍBV tók frumkvæði í leiknum strax frá fyrstu mínútu og leiddi með þremur mörkum í hálfleik. Leikur Selfyssinga batnaði heldur í seinni hálfleik en þrátt fyrir það bættu heimakonur tveimur mörkum við. Selfyssingar komust næst því að skora þegar bylmingsskot Ernu Guðjónsdóttur small í stöng Eyjameyja á lokamínútu leiksins.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Framundan eru tveir útileikir en liðið sækir Þór/KA heim á föstudag kl. 18:00 og fer á Valsvöllinn á Hlíðarenda miðvikudaginn 13. júlí kl. 19:15.