Vel heppnað Vormót í yngri aldursflokkum

Júdó - Vormót 2021
Júdó - Vormót 2021

Vel heppnað Vormóti JSÍ í yngri aldursflokkum fór fram á Akureyri 13. mars. Mótið var í umsjón júdódeildar KA eins og undanfarin ár og fórst þeim það vel úr hendi en Hans Rúnar Snorrason hafði yfirumsón með því.

Hægt var að fylgjast með framvindu mótsins á netinu og auk þess var það í beinni útsendingu sem var frábært, sérstaklega fyrir þá sem ekki komust á mótsstað.

Keppendum frá júdódeild Selfoss gekk ágætlega á mótinu og unnu til margra verðlauna.

Fannar Júlíusson 2. sæti U15 -55 kg, Styrmir Hjaltason 2. sæti U15 -66 kg, Ottó Ólafsson 3. sæti U15 -66 kg, Arnar Arnarsson 2. sæti U15 -73 kg og Hrafn Arnarsson 2. sæti U21 -100 kg.

Umf. Selfoss/GS

---

Styrmi (t.v.) með silfurverðlaun og Ottó Loki (t.h.) með bronsverðlaun.
Ljósmynd: Umf. Selfoss