Viðsnúningur hjá strákunum

einar ottó
einar ottó

Strákarnir léku tvo heimaleiki í seinustu viku og var greinileg batamerki að sjá á leik liðsins og menn tilbúnir sem aldrei fyrr að berjast hvor fyrir annan, félagið og stuðningsmennina.

Á þriðjudag fyrir rúmri viku komu Grindvíkingar í heimsókn þar sem ekkkert mark var skorað þrátt fyrir ágæt færi á báða bóga.

Lesa má umfjöllun um leikinn gegn Grindavík á vef Sunnlenska.is.

Á föstudag voru það svo gulir og glaðir Skagamenn í heimsókn en það var Ingi Rafn Ingibergsson sem sá um að skemma gleði þeirra þegar hann skoraði eina mark leiksins nánast frá miðju vallarins við mikla gleði heimamanna.

Góð umfjöllun um leikinn gegn Skagamönnum eru á vef Sunnlenska.is.

Það var gaman að sjá að tekist hefur að blása lífi í baráttuanda strákanna en þeir sitja nú í 7. sæti deidarinnar með 15 stig úr tólf leikjum. Næsti leikur strákanna er á JÁVERK-vellinum á föstudag þegar Ólafs-Víkingar  koma í heimsókn.

Það er full ástæða til að hvetja Selfyssinga til að fylkja sér að baki þessu unga og bráðefnilega liði sem að megni til er skipað strákum sem hafa alist upp innan félagsins.

---

Einar Ottó Antonsson lagði sig allan fram í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð