2. Flokkur áfram eftir tvíframlengdan leik í bikar

Í kvöld vann 2.flokkur UMFA í16-liða úrslitum í bikarnum í tvíframlengdum leik. Selfoss átti alltaf möguleika á sigri og fór stundum illa að ráði sínu en börðust eins og tja.... eitthvað mun meira en ljón. Okkar menn voru alltaf sterkari en barátta þeirra, vilji, harka og grimmd skóp þennan sigur. Vörnin var alveg gríðarlega sterk og markvarslan góð. 2.flokkur hefur leikið arfaslaka vörn það sem af er leiktíðar en nú var annað uppi á teningnum. Allir skiluðu góðu framlagi í kvöld og sannarlega sigur liðsheildarinnar. Liðið er því komið áfram í 8-liða úrslit í bikarnum.