3. flokkur náði ekki að sigra FH

3. flokkur mætti FH um helgina í Kaplakrika. FH er í efsta sæti og því ljóst að um erfiðan leik væri að ræða. Fór svo að lokum að heimamenn unnu 31-24 sigur eftir að Selfyssingar hafi leikið vel lengst af í leiknum.

Jafræði var með liðunum upp í 7-6 en þá gerðu FH-ingar 5 mörk gegn engu hjá Selfossi og staðan orðin 13-6. Selfoss minnkaði muninn fyrir hlé í 15-11.

Í síðari hálfleik var svipað uppi á teningnum. Selfoss minnkaði muninn niður í 16-14. Kom þá aftur 5-0 kafli hjá heimamönnum og staðan skyndilega orðin 21-14. Var það of mikið forskot til að yfirstíga þó svo að Selfoss hafi mest náð að minnka muninn niður í 22-18. Lokatölur urðu 7 marka sigur FH.

FH-ingar gerðu of mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju. Það jákvæða við leikinn var að þegar Selfoss náði að stilla upp í vörn hélt hún vel. Liðið sýndi í raun töluverðar framfarir varnarlega sem vonandi verður framhald á en vörnin verður að vera aðalsmerki liðsins ætli þeir sér að fara að hala inn sigrum.

Næstkomandi miðvikudagskvöld leikur 3. flokkur gegn Aftureldingu kl. 19:45 í Vallaskóla. Við hvetjum alla til að fara á völlinn.