98 strákarnir sigruðu fyrsta heimaleikinn

Strákarnir í 4. fl. yngri ('98 árgangur) mætti Haukum í gær í fyrsta heimaleik tímabilsins. Selfyssingar áttu virkilega góðan dag og sigruðu 28-23 en þeir leiddu einnig með fimm mörkum í hálfleik.

Selfoss byrjaði leikinn mjög vel og leiddi allan fyrri hálfleikinn. Munurinn var 1-2 mörk til að byrja með en upp úr miðjum fyrri hálfleik small varnarleikur Selfoss og seig liðið þá fram úr. Okkar menn leiddu svo 14-9 í hálfleik.

Í síðari hálfleik voru Selfyssingar komnir sex mörkum yfir, 17-11, og leit allt út fyrir sannfærandi sigur. Sofnuðu strákarnir þá á verðinum og gerðu Haukar fimm mörk gegn engu. Staðan því allt í einu orðin 17-16. Selfoss liðið fór þá aftur í gang, lokaði vörninni og í sókninni stigu margir leikmenn upp. Náði liðið að auka jafnt og þétt við muninn og lokatölur 28-23 sigur Selfyssinga.

Virkilega flottur leikur hjá Selfoss strákunum sem sýndu hvað þeir geta ef þeir spila góða vörn. Sóknarleikurinn var mjög góður, þar spilaði liðið boltanum vel á milli sín og fengu mjög góð færi. Einnig var gaman að sjá hve margir leikmenn voru ákveðnir og grimmir í sóknarleiknum en það hjálpaði mikið.