Að stjórna íþróttafélagi - Ekkert mál?

ISI-logo
ISI-logo

Er mikið mál að stjórna íþróttafélagi? Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Háskóli Íslands fjalla um málið á sameiginlegri ráðstefnu sem ber heitið Að stjórna íþróttafélagi - Ekkert mál? og verður haldin föstudaginn 24. mars næstkomandi.

Markmið ráðstefnunnar er að fræða stjórnendur innan íþróttahreyfingarinnar um atriði eins og skatta og skyldur, ábyrgð stjórnenda, tryggingamál, sjálfboðaliða og íþróttauppeldi. Þarna gefst stjórnendum íþróttafélaga, foreldraráða og öðrum áhugasömum einstakt tækifæri til að hlusta á fræðimenn og stjórnendur í íþróttahreyfingunni halda erindi og taka þátt í umræðum.  

Dagskrá ráðstefnunnar

Staðsetning: Askja, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík - Háskóli Íslands

Tímasetning og fyrirkomulag: Ráðstefnan fer fram föstudaginn 24. mars 2017 og verður sett kl. 12:00, en síðan verða erindi og umræður í fjórum hlutum til um kl. 16:30. Eftir það er þátttakendum frjálst að halda áfram skemmtilegu spjalli í Stúdentakjallaranum, Háskólatorgi.

Ráðstefnustjóri: Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðsmála hjá Háskóla Íslands.

Skráning: Nauðsynlegt er að skrá sig á heimasíðu ÍSÍ, hér, eigi síðar en fimmtudaginn 23. mars næstkomandi.

Aðgangur er ókeypis og er tekið við skráningum á meðan húsrúm leyfir. Við viljum hvetja forráðamenn íþróttafélaga til að mæta á þennan viðburð og koma skilaboðum áleiðis innan félaganna. Í viðhengi má finna auglýsingu á viðburðinn sem gjarnan má deila eða prenta út og hengja á áberandi stað.