Adam og Jökull taka sér pásu

Þeir félagar fagna saman marki 
Mynd: Guðmundur Karl/Sunnlenska.is
Þeir félagar fagna saman marki
Mynd: Guðmundur Karl/Sunnlenska.is

Varnarjaxlarnir tveir, Adam Örn Sveinbjörnsson og Jökull Hermannsson, hafa ákveðið að setja skóna tímabundið á hilluna. Ákvörðun þeirra lá fyrir fyrr í vetur og hafa þeir ekki æft né spilað með liðinu á undirbúningstímabilinu.

Það verður mikill söknuður af leikmönnunum bæði innan sem utan vallar enda báðir þeirra hoknir af reynslu. Jökull á að baki 77 meistaraflokksleiki fyrir Selfoss en Adam um það bil 120.

Adam og Jökull vilja koma á framfæri þakklæti til liðsfélaga, þjálfara og starfsfólks í kringum liðið. Þeir félagar verða mættir í stúkuna í sumar til þess að styðja liðið.

Við þökkum Adam og Jökli fyrir þeirra framlag fyrir Selfoss, í bili að minnsta kosti.