Æfingatímar í knattspyrnu

Norðurálsmótið 2014 vefur
Norðurálsmótið 2014 vefur

Vetrarstarf knattspyrnudeildar hefst á nýjum æfingatímum mánudaginn 6. október. Upplýsingar um æfingatíma má einnig finna á fésbókarsíðum flokkanna.

Allar skráningar á knattspyrnuæfingar fara fram í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra. Búið er að opna fyrir skráningu og er mikilvægt að allir iðkendur séu skráðir, gamlir sem nýjir. Opið er fyrir skráningu til 14. október og hvetjum við fólk til þess að skrá börnin sín sem allra fyrst.

Knattspyrnudeildin hefur á síðustu árum fjölgað þjálfurum deildarinnar og sett sér það markmið að vera eins vel búin aðbúnaði og áhöldum og kostur er. Því hefur verið ákveðið að hækka æfingagjöld deildarinnar um kr. 500 á mánuði í öllum flokkum nema 8. flokki.

Deildin er nú að ráðast í það verkefni að flytja æfingar að hluta til inn í Hamarshöll sem er mikil bylting og mun auka gæði æfinga til muna.

Nýverið fjárfesti deildin í endurkastnetum og öðrum útbúnaði sem er aðgengilegur öllum iðkendum á gervigrasvelli og hefur vonandi hvetjandi áhrif á alla okkar iðkendur því aukaæfingin skiptir máli.

Kær kveðja með von um góð viðbrögð,
Unglingaráð og þjálfarar knattspyrnudeildar