Andri Már með HSK met í grindahlaupi

Anna Metta og Andri Már með verðlaunin sín á Akureyrarmótinu
Anna Metta og Andri Már með verðlaunin sín á Akureyrarmótinu

Systkinin Anna Metta og Andri Már Óskarsbörn tóku þátt í Akureyrarmóti UFA og Kjarnafæði Norðlenska sem haldið var í Boganum laugardaginn 6.apríl. í

Andri Már Óskarsson keppti í flokki 10- 11 ára og vann til fjögurra gullverðlauna. Hann sigraði í 60m hlaupi (9,41sek), 400m hlaupi (1:19,59 mín), langstökki (3,99m) og í 60m grindahlaupi þar sem hann bætti fyrra HSK met sitt í flokki 11 ára  verulega er hann hljóp á tímanum 11,22 sekúndur.  Hann vann til silfurverðlauna er hann kastaði skutlunni 15,091m og að lokum hlaut hann bronsverðlaun fyrir að stökkva yfir 1.15m í hástökki. 

Anna Metta Óskarsdóttir keppti í flokki 14- 15 ára. Hún sigraði í langstökki með 4,65m og í 600m hlaupi á tímanum 2:18,47 mín. Hún hlaut þrenn silfurverðlaun, í 60m grindahlaupi (10,56 sek), hástökki (1,45m) og í skutlukasti (21,64m).  Að lokum vann hún til bronsverðlauna í 60m hlaupi er hún kom i mark á timanum 8,57 sek.   Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessum efnilegu systkinum.