Árangursríkt námskeið hjá Silju

Silja 3
Silja 3

Laugardaginn 24. janúar kom góður gestur í heimsókn í Fimleikadeild Selfoss. Silja Úlfarsdóttir fyrrverandi afrekskona í frjálsum íþróttum heimsótti þjálfara og iðkendur og var með námskeið í hlaupaþjálfun. Aðaláherslan var á tækni og stíl og að kenna þjálfurum fjölbreyttar æfingar til að bæta stíl og tækni í hlaupum.

Með því að leggja meiri áherslu á hlaupastíl og tækni er hægt að bæta trampólínstökk til muna. Trampólínstökk byggjast á hlaupinu inná trampólínið en mikill hraði og nýting úr hlaupinu getur skipt sköpum til að ná auknum erfiðleika á trampólíninu.

Silja byrjaði á því að taka þjálfarana í verklega og bóklega kennslu og tók svo tvo mismunandi aldurshópa iðkenda í verklegan tíma. Þjálfarar og iðkendur voru ánægð með þetta uppbrot og mun þetta án efa nýtast inn í starf deildarinnar.

---

Á efstu myndinni er Silja ásamt þjálfurum deildarinnar en á myndunum fyrir neðan er hún í hópi iðkenda fimleikadeildarinnar.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Olga Bjarnadóttir

Silja Silja 2