Áskorun vegna íþróttastarfs iðkenda á framhaldsskólaaldri

Fimleikar - Blandað lið Selfoss Keppni
Fimleikar - Blandað lið Selfoss Keppni

Í áskorun frá íþróttahreyfingunni er fagnað þeim tilslökunum sem gerðar eru í nýrri reglugerð um íþróttastarf en lýst þungum áhyggjum af unglingunum á framhaldsskólaaldri.

Hér að neðan er áskorun frá íþróttahéruðunum vegna íþróttastarfs fyrir iðkendur á framhaldsskólaaldri. Áskorunin var send  til forsætisráðherra ásamt ráðherrar heilbrigðismála, menntamál, félagsmála og fjármála.

Áskorun íþróttahéraða

Íþróttahreyfingin fagnar þeim tilslökunum sem gerðar eru í nýrri reglugerð um íþróttastarf en lýsir þungum áhyggjum af unglingunum á framhaldsskólaaldri.  Þessi hópur virðist hafa gleymst þegar kemur að útfærslu á takmörkunum hverju sinni.

Raddir unga fólksins okkar eru því miður of fáar og þegar við getum ekki hvatt þau til íþróttaiðkunar í jafn langan tíma og raun ber vitni þá höfum við miklar áhyggjur af brottfalli þeirra sem myndi auka líkur á frávikshegðun með tilheyrandi vandamálum.

Íþróttahéruðin hvetja stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína til þessa viðkvæma hóps í þeim afléttingum sem nú þegar eru samþykktar og hleypa fyrrnefndum aldurshópi inn í íþrótta- og æskulýðsstarf á ný, með og án snertinga og með þeim fjöldatakmörkunum sem gilda fyrir íþróttastarf.

Undir áskorunina skrifa 24 íþróttahéruð hringinn í kringum landið, meðal annars Héraðssambandið Skarphéðinn.

Áskorunin á vef HSK

---

Mynd úr safni Umf. Selfoss/Inga Heiða