Áslaug og Stefán tilnefnd sem íþróttakona- og karl ársins

Áslaug og Stefán
Áslaug og Stefán

Þau Stefán Þór Ágústsson og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir hafa verið tilnefnd sem íþróttakona- og karl ársins. Bæði léku þau afar stórt hlutverk í liðum sínum í sumar og stóðu sig mjög vel. Á heimasíðu Árborgar þar sem kosningin fer fram má lesa þetta um leikmenninna við tilnefningarnar:

,,Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir hefur á undanförnu ári farið úr því að vera einn efnilegast miðvörður landsins í að verða ein sú allra besta. Á undangengnu tímabili átti hún stóran þátt í því að Bestudeildar lið Selfoss var eitt af þeim liðum sem fékk hvað fæst mörk á sig. Hún hefur tekið á sig æ meiri ábyrgð og er farin að sýna leiðtogahæfileika sem sönnum miðverði hæfir. Það er alveg ljóst að með áframhaldandi framförum þá getur Áslaug orðið atvinnumaður í fremstu röð og mun eflaust fæ að klæðast blárri treyju íslenska landsliðsins margsinnis á næstu misserum.

,,Stefán Þór er gríðarlega metnaðarfullur bæði innan vallar sem utan, hann er fyrsti maður á æfingu og síðastur út ver öllum sínum tíma í að bæta sig og liðið.Hann er búinn að vaxa mjög mikið undanfarið og nú er svo komið að hann er fyrsti maður á blað í liðinu og einn mikilvægasti leikmaður liðsins. Sumarið 2022 var hans besta tímabil og hann einn lykilmaðurinn í því að liðinu gekk jafnvel framan af móti og raun ber vitni. Hans hugarfar á eftir að skila honum mjög langt í íþróttinni og líklega frá Selfossi og út í hinn harða heim atvinnumennskunnar áður en langt um líður”

Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu til þess að gefa okkar fólki ykkar atkvæði, hægt er að kjósa hér: https://www.arborg.is/frettasafn/kosning-ithrottakonu-og-karls-2022