Átta marka sigur og áfram í bikar

Guðmundur skoraði þrennu í leiknum / Mynd: GKS/Sunnlenska.is
Guðmundur skoraði þrennu í leiknum / Mynd: GKS/Sunnlenska.is

Selfoss fór í Fagralund í Kópavogi á laugardag og mætti KFK í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Það sást fljótt í hvað stefndi þegar Guðmundur Tyrfingsson kom Selfoss yfir á 3. mínútu úr vítaspyrnu. Í kjölfarið fylgdu mörk frá Gary Martin og Þór Llorens og staðan 0-3 í hálfleik, okkar mönnum í vil. Yfirburðirnir héldu áfram í síðari hálfleik og bætti Gummi Tyrfings við öðru marki sínu og fjórða marki Selfoss þegar síðari hálfleikur var ungur.

Vel náðist að rótera liðinu í leiknum og fengu margir leikmenn mikilvægar mínútur nú þegar styttist í mót. Gary Martin skoraði fimmta mark Selfoss og mörk frá Aroni Fannari og Aroni Einarssyni fylgdu í kjölfarið. Gummi Tyrfings kórónaði þrennu sína í uppbótartíma þegar hann skoraði áttunda mark Selfoss.

Lokatölur 0-8 og okkar menn verða í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslitin í hádeginu á þriðjudag, 11. apríl