Átta Selfyssingar í U-15

HSI_Logo
HSI_Logo

Hvorki fleiri né færri en átta Selfyssingar eru í æfingahópi Heimis Ríkarðssonar landsliðsþjálfara u-15 ára landsliðs karla. Leikmennirnir sem um ræðir eru Alexander Hrafnkelsson, Aron Emil Gunnarsson, Bergsveinn Ásmundsson, Haukur Þrastarson, Haukur Páll Hallgrímsson, Sölvi Svavarsson, Þorsteinn Freyr Gunnarsson og Valdimar Jóhannsson og eru þetta allt drengir fæddir árið 2001.

Hóparnir munu æfa helgina 2.-4. janúar nk.

Æfingarnar verða:
Föstudagur 2.jan kl.14.00-16.00 – Austurberg
Laugardagur 3.jan kl.11.00-12.30 – Mýrin
Laugardagur 3.jan kl.16.30-18.00 – Mýrin
Sunnudagur 4.jan kl.11.30-13.00 - Mýrin