Barbára á leið til Celtic á láni

Knattspyrna - Barbára Sól Gísladóttir GKS
Knattspyrna - Barbára Sól Gísladóttir GKS

Barbára Sól Gísladóttir, bakvörður Selfyssinga, er á leið til skoska liðsins Celtic á láni.  Óvíst er þó hvenær Barbára fer út þar sem hlé er í skosku úrvalsdeildinni þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnan er að Barbára verði á láni í Skotlandi þar til keppni í Pepsi Max-deildinni hefst í vor.

Barbára Sól er ein­ung­is 19 ára göm­ul en hún lék sinn fyrsta A-lands­leik á ár­inu þegar hún kom inn á sem vara­kona í 9:0-sigri Íslands gegn Lett­landi á Laug­ar­dals­velli í undan­keppni EM í sept­em­ber. Hún á tvo lands­leiki að baki og 36 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Celtic er í þriðja sæti skosku úr­vals­deild­ar­inn­ar með 16 stig eft­ir sjö um­ferðir, tveim­ur stig­um minna en topplið Ran­gers og Glasgow City.

Hún er upp­al­in á Sel­fossi en alls á hún að baki 50 leiki í efstu deild þar sem hún hef­ur skorað sex mörk.