Danskur markmaður til Selfoss

Henriette
Henriette

Meistaraflokki kvenna hefur borist liðsstyrkur frá Danaveldi.  Markmaðurinn Henriette Østergaard hefur samið við Selfoss til tveggja ára.  Henriette er tvítug og kemur úr yngri flokka starfi Elitehåndbold Aalborg sem er félag í  efstu deild í dönskum kvennahandbolta.

Við bjóðum Henriette hjartanlega velkomna á Selfoss.