Dýrmætur sigur Selfyssinga

ka_selfoss_1deild_2013_saevar-97
ka_selfoss_1deild_2013_saevar-97

Selfyssingar heimsóttu KV í Laugardalnum á föstudag og komu heim með þrjú dýrmæt stig í 1. deildinni.

Selfyssingar léku manni fleiri frá því um miðjan fyrri hálfleik og var eftirleikurinn okkar mönnum auðveldur. Ingi Rafn Óskarsson og Andrew Pew skoruðu mörk Selfyssinga í fyrri hálfleik og Hafþór Mar Aðalgeirsson bætti því þriðja við í síðari hálfleik.

Að loknum átta umferðum eru Selfyssingar í sjötta sæti deildarinnar með 11 stig. Næsti leikur Selfoss er gegn Haukum á JÁVERK-vellinum fimmtudaginn 3. júlí kl. 19:15.

Fjallað er um leikinn á vef Sunnlenska.is.

---

Andy Pew í baráttunni með Selfoss (mynd frá 2013).
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.