Eftirminnilegt Landsbankamót

Landsbankamót 2014
Landsbankamót 2014

Um seinustu helgi fór Landsbankamótið í 7. flokki stráka og stelpna fram á Selfossi þar sem tæplega 900 keppendur mættu til leiks. Handknattleiksdeildin hélt mótið og gerði það með glæsibrag.

Mikil ánægja var meðal keppenda, þjálfara og foreldra sem tóku þátt. Aðstaðan er til fyrirmyndar, skipulag gott og vandað til allra verka hvort sem er innan vallar eða utan.

Ótrúlegur fjöldi sjálfboðaliða, foreldra, iðkenda og þjálfara gerðu þetta mögulegt þannig að allt gekk hnökralaust fyrir sig. Svona mót er óhugsandi án aðkomu allra þessara einstaklinga.

Frábæru móti lokið og gaman til þess að vita að mörg hundruð krakkar fara heim með góðar minningar frá Selfossi.

Takk fyrir frábært mót.

mm/gj