Elvar Örn tryggði sér sæti á EM U-20

Handbolti - Elvar Örn U20 i
Handbolti - Elvar Örn U20 i

Elvar Örn Jónsson og félagar hans í landsliði Íslands skipað leikmönnum 20 ára og yngri gerði sér lítið fyrir og sigraði alla andstæðinga sína í undankeppni EM en keppni í riðli íslenska liðsins fór fram í Póllandi dagana 8.-10. apríl. Lokakeppni Evrópumótsins fer fram í Danmörku 28. júlí til 7. ágúst.

Lið Ísland mætti heimamönnum í Póllandi í fyrsta leik riðilsins. Lokatölur urðu 31-26 í leik sem Ísland leiddi allan tímann. Því næsti mættu strákarnir liði Búlgaríu og fóru með öruggan sigur af hólmi 45-21. Forystu Íslands var aldrei ógnað í leiknum og skoruðu strákarnir fjölmörg mörk úr hraðaupphlaupum. Lokaleikur liðsins var gegn Ítölum og lauk með stórsigri Íslands. Lokatölur 45-20 í leik sem Ísland leiddi allan tímann og var sigurinn öruggur allan leikinn.

Svo skemmtilega vildi til að Elvar Örn skoraði fjögur mörk í hverjum leik fyrir sig og stóð svo sannarlega fyrir sínu, líkt og Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon sem var meðal markahæstu manna mótsins. Þá stóð Jón Birgir Guðmundsson (Jóndi) sig einnig vel en hann er sjúkraþjálfari liðsins og pabbi Elvars Arnar.

Viðtal við Elvar Örn eftir lokaleik riðilsins

Myndasyrpa úr leik Íslands gegn Póllandi

Myndasyrpa úr leik Íslands gegn Búlgaríu

Verðlaunaafhending í lok móts

Í gær var svo dregið í riðla fyrir lokakeppni Evrópumótsins. Ísland dróst í B riðil ásamt Spáni, Slóveníu og Rússlandi. Ljóst er að um erfitt verkefni verður að ræða enda léku Ísland, Spánn og Slóvenía til undanúrslita á síðasta HM hjá þessum aldursflokki.

---

Elvar Örn í hraðaupphlaupi.

 

Stund milli stríða hjá Jónda á varamannabekk íslenska liðsins.
Ljósmyndir: FimmEinn.is

Handbolti - Jóndi með U20