Eva, Hrafnhildur og Karitas í Finnlandi

Karitas, Eva Lind og Hrafnhildur
Karitas, Eva Lind og Hrafnhildur

Í seinustu viku ferðuðust þrír leikmenn kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu með U19 landsliði Íslands til Finnlands þar sem liðið lék tvo vináttuleiki gegn Finnum 11. og 13. mars. Þetta voru þær Eva Lind Elíasdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Karitas Tómasdóttir. Haldið var til Finnlands 10. mars þar sem liðið dvaldi til föstudagsins 14. mars.

Eva Lind og Karitas voru í byrjunarliði Íslendinga í fyrri leiknum sem lauk með 4-1 sigri Finna. Hrafnhildur kom inn á sem varamaður. Í seinni leiknum sem Finnar unnu einnig 2-0 snerist dæmið við þar sem Hrafnhildur var í vinstri bakverði í upphafi leik en þær Karitas og Eva Lind komu inn á í seinni hálfleik.

Þessir vináttulandsleikir voru góður undirbúningur fyrir keppni liðsins í milliriðlum EM en íslenska liðið leikur í Króatíu og hefur leik 5. apríl.  Auk heimastúlkna verður leikið gegn Skotum og Rússum. Við vonumst að sjálfsögðu til að stelpurnar okkar verði með í landsliðinu sem fer til Króatíu.

---

Karitas, Eva Lind og Hrafnhildur að loknum leik með Selfoss.

Mynd: Umf. Selfoss/Hafdís Jóna