Félagsskapurinn í hávegum hafður

Maggi sundgarpur
Maggi sundgarpur

Tvisvar í viku hittist lítill, fámennur en góðmennur hópur fólks í Sundhöll Selfoss til þess að iðka sundíþróttina sér til skemmtunar.

Flestir í hópnum æfðu sund á sínum yngri árum en kjósa að nota sund sem sína hreyfingu. Einn þeirra er íþróttafræðingurinn og sundmaðurinn Magnús Tryggvason, sem var þjálfari á Selfossi á árum áður. Magnús sagði frá félagsskapnum á Sunnlenska.is í seinustu viku.