FH vann Selfoss og Afturelding ÍR

Síðustu leikirnir í riðlakeppni Ragnarsmótsins fóru fram í gærkvöldi. Í fyrri leiknum tapaði Selfoss fyrir FH 22:36 og í þeim seinni vann Afturelding ÍR 33:30. Þetta þýðir að Fram og Afturelding leika til úrslita á mótinu, ÍR og FH leika um 3. sætið og Selfoss og Valur um 5. sætið. Leikurinn um 5. sætið hefst kl. 12:00, um 3. sætið kl. 14:00 og úrslitalekurinn um 1. sætið kl. 16:00

FH-ingar höfðu yfirburði í leiknum gegn Selfossi og leiddu í hálfleik 7:17. Lokatölur urðu 22-36. Fyrir Selfoss skoruðu Einar Pétur Pétursson, Matthías Halldórsson og Jóhann Erlingsson 4 mörk hver, Atli Kristinsson 3, Einar Sverrisson og Ómar Vignir Helgason 2 og Jóhann Gunnarsson, Magnús Magnússon og Björn Freyr Gíslason 1 mark hver. Sverrir Andrésson varði 7 skot og Helgi Hlynsson 3. Ólafur Gústafsson var markahæstur FH-inga með 7 mörk, Ísak Rafnsson skoraði 5 og þeir Jóhann Karl Reynisson, Andri Berg Haraldsson, Ari Þorgeirsson og Ragnar Jóhannsson 4 mörk hver.

Afturelding vann ÍR 33:30 í síðari leik kvöldsins, en Mosfellingar leiddu í hálfleik, 19:12. Hjá Aftureldingu skoraði Jóhann Jóhannsson 8 mörk og Sverrir Hermannsson 7. Björgvin Hólmgeirsson skoraði 14 mörk fyrir ÍR.

Mótinu lýkur í dag laugardag þar sem leikið verður um sæti. Kl. 12:00 mætast Selfoss og Valur í leik um 5. sætið, FH og ÍR leika um 3. sætið kl. 14:00 og Afturelding og Fram leika til úrslita kl. 16:00. Í mótslok verða afhentar viðurkenningar fyrir bestu frammistöðuna á mótinu.